Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um frágang D-álmu í Keflavík

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í morgun samkomulag um frágang D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Samið var við fyrirtækið FB. Festing sem átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 80 milljónir króna. Verkinu á að vera lokið í byrjun febrúar samkvæmt útboðsgögnum, en þá hefst vinna við að koma fyrir skurðstofum og öðrum búnaði sem verða á hæðinni þannig að reikna má með að verkinu verði að fullu lokið í apríl/maí 2007.

Á þriðju hæðinni í D-álmu, sem er tæpir 1000 m² brúttó að stærð, verða innréttaðar tvær skurðstofur og ein minni afgerðarstofa ásamt nauðsynlegum stoðrýmum fyrir þessa starfsemi. Auk þess verða skrifstofur, bókasafn og fundarherbergi sem nú eru á 1. hæð hússins fluttar upp á þessa hæð og þannig rýmkað um starfsemina, sem þar er núna.

Hönnun verksins hófst á miðju ári 2004, framkvæmdir voru boðnar út í júní 2006 og tilboð opnuð 27 júní sl. Tvö tilboð bárust það lægra frá fyrirtækinu FB. Festing ehf að fjárhæð 78,2 m.kr. eða 0,7% yfir kostnaðaráætlun.

Undirbúningur framkvæmda við byggingu D-álmu við Heilbrigðisstofnunina Suðurnesjum hófst um miðjan síðasta áratug en framkvæmdir við uppsteypu og frágang að utan hófust 1998 og lauk síðla árs 2000. Innréttingu 1. og 2. hæðar þess lauk í september 2001. Frá því undirbúningur framkvæmdanna hófst hafa orðið miklar breytingar á öllu stafsumhverfi heilbrigðisstofnana og hafa forsendur nýtingar 3. hæðar D-álmunnar breyst að sama skapi.

Árið 2003 skipaði heilbrigðisráðherra nefnd með fulltrúum ráðuneytisins, HSS og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til að vinna tillögur um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nefndin skilaði tillögum sínum síðla sama ár og lagði til að 1. áfangi í framkvæmd við húsnæði HSS í Reykjanesbæ skyldi vera innrétting á 3. hæð D-Álmu. Undirritunin nú er í samræmi við það sem nefndin um framtíðaruppbyggingu HSS lagði fram 2003, en aðrir áfangar  taka til breytinga á eldri hlutum hússins, frágangs lóða o. fl.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta