Hoppa yfir valmynd
1. september 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðismálaráðherra heimsækir Kína

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, er í opinberri heimsókn í Kína og ræðir m.a. samstarf þjóðanna á heilbrigðissviði. Heilbrigðismálaráðherra hitti starfsbróður sinn Gao Quiang, í Peking í gær þar sem farið var yfir reynsluna af samstarfi þjóðanna á heilbrigðissviði og velt upp möguleikum á að efla þetta samstarf á vinnu- og fræðslusviði.

Siv Friðleifsdóttir átti einnig fund með Li Zhao-xing, utanríkisráðherra Kína, en á dagskrá þess fundar voru almenn samskipti Íslands og Kína. Ræddu ráðherrarnir sérstaklega málefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og hlutverk hennar og þátt í baráttunni gegn sjúkdómsfaraldri sem borist gæti um allar jarðir. Þá ræddu ráðherrarnir lífsstílssjúkdóma og heilbrigðisþjónustu í þróunarríkjum. Lögðu báðir mikla áherslu á mikilvægi heilbrigðisþjónustu sem hluta af og forsendu fyrir öflugri efnahagsþróun. Opinber heimsókn Sivjar Friðleifsdóttur hófst í fyrradag og lýkur síðdegis.

heilbrigðisráðherra með utanríkisráðherra Kína

Með utanríkisráðherra Kina

heilbrigðisráðherrar tveggja ríkja


Heilbrigðismálaráðherrar tveggja ríkja

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta