Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2011 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2012:

Áætluð framlög vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2012, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum, nemi 2.847,9 m.kr. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélögum framlag fyrirfram sem nemur 60% af áætluðu framlagi ársins eða um 1.708,7 m.kr. Greiðslan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní. Uppgjör framlaganna greiðist með þremur jöfnum greiðslum mánuðina, júlí, ágúst og september. Áætlunin byggir á ráðstöfunarfjármagni sjóðsins, sbr. frumvarp til fjárlaga 2012.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Ráðgjafarnefndin  leggur til að áætlun um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri  nemi samtals um 757,2 m.kr. árinu 2012, sbr. 4. gr. rgl. nr. 351/2002 með síðari breytingu.

Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu

Ráðgjafarnefndin  leggur til að áætlun um úthlutun framlaga vegna  nýbúafræðslu  nemi samtals 146,3  á árinu 2012, sbr. 5. gr. rgl. nr. 351/2002 með síðari breytingu.

Áætluð framlög vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum

Almennar húsaleigubætur
Á árinu 2012 áætla sveitarfélögin að heildargreiðslur þeirra á almennum húsaleigubótum nemi um 3.659,5 m.kr.  Um óverulega breytingu á heildargreiðslum húsaleigubóta er að ræða á milli ára sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2011.

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum nemi 54,0% .á árinu 2012. Áætluð heildarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna almennra húsaleigubóta nema því 1.976,1 mkr. á árinu 2012.

Sérstakar húsaleigubætur
Áætlanir sveitarfélaga um greiðslur á sérstökum húsaleigubótum á árinu 2012 nema samtals  um 1.095,1  m.kr. Sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2011 er um 6,3% hækkun á greiðslum bótanna að ræða á milli ára.

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum nemi 60% á árinu 2012, sbr. samkomulag ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur er tók gildi 1. apríl 2008. Áætluð heildarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna sérstakra húsaleigubóta nema því 657,0 mkr. á árinu 2012.

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta