Hoppa yfir valmynd
9. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Útgjaldajöfnunarframlögum úthlutað

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 6. desember sl.  um áætlaða heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2012 að fjárhæð 4.750 m.kr., sbr. 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010.

Til úthlutunar nú koma  4.560  m. kr. Eftirstöðvar framlagsins að fjárhæð 190 m.kr. koma til úthlutunar í desember 2012 á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember 2012.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta