Hoppa yfir valmynd
3. september 2019

Fundur Velferðarvaktarinnar 3. september 2019

33. fundur Velferðarvaktarinnar

haldinn í félagsmálaráðuneytinu 3. september 2019 kl. 9.00-11.30.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP á Íslandi, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Eðvald Einar Stefánsson frá umboðsmanni barna, María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Sigurveig Gunnarsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Helen Símonardóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Jón Ingi Cæsarsson frá BSRB, Ásta Helgadóttir frá umboðsmanni skuldara, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Lovísa Lilliendahl frá félagsmálaráðuneyti.

---

1. Tillögur Velferðarvaktar í kjölfar skýrslu um Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016
Farið var yfir tillögur að bréfum Velferðarvaktar til félags- og barnamálaráðherra og formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar með tillögum Velferðarvaktar í kjölfar skýrslu um Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016, sem Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, vann fyrir Velferðarvaktina fyrr á árinu. Fram komu nokkrar breytingatillögur sem voru samþykktar, auk þess sem samþykkt var að senda sambærilegt bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2. Kynning á tillögu um gjaldfrjáls námsgögn fyrir 16-18 ára framhaldsskólanema

Fulltrúi Reykjavíkurborgar í Velferðarvaktinni, Kristjana Gunnarsdóttir, kynnti tillögu frá 2018 frá fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness, um gjaldfrjáls námsgögn fyrir 16-18 ára í framhaldsskólum. Borgarstjórn fundaði með ungmennaráði þar sem málið var kynnt. Kristjana upplýsti að borgarstjórn hefði vísað til reglna um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

3. Innslag um námsgögn í framhaldsskólum
Sigurveig Gunnarsdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólateymi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Erling Ragnar Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, fóru yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað í vinnuhópi um stefnumótun um námsgögn þ.m.t. námsgagnagerð, útgáfu, rafrænt námsefni, kostnað o.s.frv. Fram kom að á Norðurlöndunum eru námsgögn í framhaldsskólum frí fyrir utan á Íslandi og e.t.v. í einhverjum sveitarfélögum í Finnlandi.
Barnahópi Velferðarvaktarinnar var falið að skoða nánar.

4. Líðan barna og ungmenna
Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis, fjölluðu um málefni barna og ungmenna sem glíma við andlega vanlíðan s.s. kvíða og þunglyndi.

Sigrún kynnti skýrslu, sem verið er að vinna að hjá Embætti landlæknis, en hún felur í sér niðurstöður landskönnunnar á geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir á fyrri hluta þessa árs í öllum framhaldsskólum landsins og um 70% allra leik- og grunnskóla. Niðurstöður leiddu í ljós að styrkja þarf innviði skólakerfisins til að sinna geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni. Mikilvægt er að bæta starfsaðstæður og skólaumhverfi í leik- og grunnskólum og byggja upp þekkingu og færni starfsfólks á öllum skólastigum til að styðja við þroska, líðan, hegðun og samskipti barna og ungmenna. Gert er ráð fyrir að skila aðgerðaáætlun til stjórnvalda seinna í haust.

5. Áherslur í starfi Velferðarvaktarinnar í vetur

Rætt var um hvort endurskoða ætti eftirfarandi varðandi störf og skipulag vaktarinnar:

  • Tíðni funda vaktarinnar og undirhópa.
  • Endurskoðun hlutverks Velferðarvaktarinnar.
  • Óskað var eftir hugmyndum um möguleg áherslumál fyrir veturinn.

6. Önnur mál

  • Upplýst var um málþing um stöðu heimilislausra þann 7. október nk.
  • Næsti fundur verður haldinn 15. október. Fyrirhugað er að fá Kolfinnu Jóhannesdóttur frá Menntamálastofnun til þess að kynna skýrslu um málefni ungmenna. Einnig kemur Viðar Helgason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis í Velferðarvaktinni, til þess að ræða um fjárlögin sem hafa ýmsa snertifleti við málefni Velferðarvaktarinnar.

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta