Ráðherra hefur óskað eftir greinargerð
Isavia er nú að fara yfir hvað fór úrskeiðis þegar tveir menn komust inn á flugvallarsvæðið í Keflavík og upp í flugvél Flugleiða. Ekki tókst þeim það ætlunarverk sitt að komast úr landi sem laumufarþegar. Hins vegar er ljóst að í eftirlitinu eru brotalamir.
Isavia annast öryggiseftirlitið en aðkoma lögreglunnar á Suðurnesjum er fyrst og fremst rannsóknarhlutverk. Isavia mun skila skýrslu til Flugmálastjórnar sem annast yfirumsjón og eftirlit með öryggismálum á flugvöllum og öllum flugrekstri og svarar til Alþjóðaflugmálastofnunar um sín verk.
Ögmundur Jónasson innnanríkisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að mikilvægt sé að öryggi sé í samræmi við settar reglur og hefur hann óskað eftir geinargerð frá Flugmálastjórn þegar athugun hennar er lokið.