Hoppa yfir valmynd
13. maí 2016 Dómsmálaráðuneytið

Opnaði formlega nýjan vef dómstólaráðs

Símon Sigvaldason, fráfarandi formaður dómstólaráðs, lýsti vefnum sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra opnaði formlega. - mynd
Ólöf Nordal innanríkisráðherra opnaði í dag formlega við athöfn í Safnahúsinu nýjan vef dómstólaráðs sem hefur verið endurnýjaður. Á vefnum er að finna upplýsingar um starf dómstólaráðs, héraðsdómstóla, dagskrár þeirra og dóma og fleira um starfsemi þeirra.

Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs, sagði að unnið hefði verið undanfarin misseri að endurnýjun vefsins, meðal annars í samstarfi við Hæstarétt og þakkaði samvinnu við fulltrúa hans. Símon Sigvaldason, fráfarandi formaður dómstólaráðs, greindi frá helstu atriðum nýja vefsins og þakkaði einnig samstarfið.

Ólöf Nordal og Ólöf Finnsdóttir opna nýjan vef dómstólaráðs. 

Ólöf Nordal sagði við þetta tækifæri mikilvægt að stjórnvöld veittu á öllum sviðum greiðar og vandaðar upplýsingar um starfsemi sína og það ætti einnig við um dómstóla. Hún þakkaði Símoni Sigvaldasyni fyrir ánægjulegt samstarf og lýsti vefinn formlega opinn. Vefslóðin er domstolar.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta