Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2019

Ný ræðisskrifstofa Íslands opnuð í Vilníus

Ný ræðisskrifstofa Íslands í Vilníus, Litáen, var opnuð þriðjudaginn 5. nóvember við hátíðlega athöfn. Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands gagnvart Litáen opnaði skrifstofuna formlega að viðstöddum fjölda gesta og naut aðstoðar nýs ræðismanns, Dalius Radis, og Arunas Jievaltas sendiherra og yfirmanns ræðismála í utanríkisráðuneyti Litáen. Fjölmargir Íslandsvinir, Íslendingar búsettir í Litáen, sendiherrar hinna Norðurlandanna, þingmenn, embættismenn, framámenn í menningarlífi og viðskiptum, rektor Vilníusháskóla o.fl. heiðruðu Ísland með þátttöku sinni í opnuninni.

Vytautas Landsbergis, framámaður í sjálfstæðisbaráttu Litáen og fyrsti þjóðhöfðingi landsins eftir endurheimt sjálfstæðis 1991, flutti ræðu við opnunina og þakkaði Íslendingum fyrir hugrekki og frumkvæði með því að viðurkenna sjálfstæði landsins fyrst allra í febrúar 1991. Skólalúðrasveitin „The Vilnius Bronius Jonušas Music School Wind Instrument Orchestra“ lék við upphaf og lok athafnarinnar.

Sendiherra óskaði Dalius Radis til hamingju með skipunina sem ræðismaður og óskaði honum velfarnaðar. Þá minntist hann einnig fyrrum ræðismanns, Vaidotas Sankalas, sem lést á síðasta ári langt um aldur fram, en hann hafði verið ræðismaður Íslands í Litáen í 12 ár.

Ræðisskrifstofan er til húsa í þekkingar- og nýsköpunarsetrinu VITP (Visoriu informaciniu technologiju parkas). Hér að neðan eru upplýsingar um ræðisskrifstofuna:

Ræðismaður:
Mr Dalius Radis - Honorary Consul
Heimilisfang:
Mokslininku 2A
LT-08412 Vilnius
Netfang: [email protected]
Sími: +370 5265 3093
Farsími: +370 6991 2355

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta