Starfshópur um málefni nemenda með annað móðurmál en íslensku
„Það er ljóst að margir nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku eiga erfitt uppdráttar í íslensku skólakerfi og við því verðum við að bregðast hratt og örugglega. Við viljum finna leiðir til þess að íslenskir skólar geti betur mætt fjölbreyttari nemendahópum en áður. Þar er snemmtæk íhlutun afar mikilvæg, því fyrr sem nemendur fá stuðning og úrræði við hæfi – þeim mun meiri árangri þá þau,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Hlutverk starfshópsins er meðal annars að koma að stefnumótun í málaflokknum og gera tillögur að leiðum til úrbóta á námi og kennslu sem taki mið af fjölbreyttum hópi nemenda frá ólíkum menningarheimum.
Starfshópinn skipa:
Jóhanna Einarsdóttir formaður
Hulda Karen Daníelsdóttir fulltrúi Menntamálastofnunar
Dagbjört Ásbjörnsdóttir fulltrúi Reykjavíkurborgar
Þórður Kristjánsson fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Renata Emilsson Peskova fulltrúi Móðurmáls – samtaka um tvítyngi
Einar Hrafn Árnason fulltrúi Sambands íslenskra framhaldsskólanema
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir fulltrúi velferðarráðuneytis
Anna María Gunnarsdóttir fulltrúi Kennarasambands Íslands
Sigríður Ólafsdóttir fulltrúi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Verkefnastjórn hópsins skipa auk Jóhönnu Einarsdóttur formanns þær Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir.