Hoppa yfir valmynd
1. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

UNICEF telur að 2,5 milljónir barna í Tyrkland þurfi mannúðaraðstoð

Ljósmynd: UNICEF - mynd

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, áætlar að 2,5 milljónir barna í Tyrklandi þurfi tafarlaust á mannúðaraðstoð að halda. Þegar hefur UNICEF náð til nærri 277 þúsund einstaklinga og fært þeim hjálpargögn og tæplega 200 þúsund fengið sálrænan stuðning. Tveggja daga heimsókn Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF til Tyrklands lauk í vikunni en þar hitti hún fyrir börn og fjölskyldur sem lentu í skjálftunum stóru við landamæri Tyrklands og Sýrlands fyrr í mánuðinum.

„Skjálftarnir voru algjörar hörmungar fyrir börn og fjölskyldur á þessum svæðum og hvert sem við fórum sáum við afleiðingarnar. Fjölskyldur sundraðar og daglegu lífi fólks algjörlega umturnað. Hver byggingin á fætur annarri rústir einar og í rústunum sást teppi, leikfang, barnabók og aðrar leifar af lífi barns sem ýmist hefur misst allt sitt eða látið lífið,“ segir Russell.

Russell lagði áherslu á mikilvægi þjónustu við eftirlifendur, vatn, hreinlæti og sálrænan stuðning við börn sem búa nú við erfiðar aðstæður. Hún heimsótti barnvæn svæði UNICEF í borginni Gaziantep þar sem fjölskyldur og börn fá slíkan stuðning og aðstoð við að ná sér. Hún hitti fjölskyldur í Kahramanmaras og tímabundna húsnæðismiðstöð þar sem búa 17 þúsund einstaklingar – nærri einn þriðji þeirra eru börn.

UNICEF vinnur náið með stjórnvöldum og stofnunum Tyrklands í að veita börnum og fjölskyldum sálrænan stuðning í kjölfar hamfaranna. Einnig við að setja upp barnvæn svæði, tímabundnar kennslustofur, aðstoða fylgdarlaus börn og önnur sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og sameina fjölskyldur. Þá vinnur UNICEF einnig að því að meta skemmdir á vatnsveitum og þjónustu og veitir heilbrigðis- og næringarþjónustu.

Ljóst er að risavaxin verkefni í bæði í brýnum mannúðarstörfum sem og langtímauppbyggingu eru fram undan á hamfarasvæðum og mun UNICEF ekki láta sitt eftir liggja í að verja og tryggja réttindi og velferð tyrkneskra og sýrlenskra barna.

Nánar á vef UNICEF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta