Drög að nýrri reglugerð um stærð og þyngd ökutækja
Ráðuneytið óskar eftir áliti almennings á drögum að nýrri reglugerð um stærð og þyngd ökutækja
Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerð nr. 528/1998 um stærð og þyngd ökutækja. Að því verki komu starfsmenn Umferðarstofu, Vegagerðar og Ríkislögreglustjóra.
Drögin hafa verið kynnt hagsmunaaðilum, meðal annars Félagi hópferðaleyfishafa, Flytjanda, Landflutninga - Samskipa, Landvara, Landssambandi vörubifreiðastjóra og Samtökum atvinnulífsins.
Það er stefna ráðuneytisins að leita eftir áliti sem flestra þegar breytingar eru í vændum. Að þessu sinni er ekki um umfangsmiklar breytingar að ræða, þær helstu eru eftirfarandi:
1. Merkinu greina er breytt og fært í sama form og gert hefur verið í tæknilegum reglugerðum á sviði umferðarmála.
2. 19.gr. reglugerðarinnar er felld niður þar sem hún þykir óþörf.
3. Um einstakar greinar:
Um 1. gr.: Vagnlest skilgreind. Tengitæki skilgreint.
Um 6. gr.: Breyting á leyfilegri lengd vagnlestar sem er bifreið, önnur en hópbifreið, með festi- eða hengivagni eða samsvarandi tengitæki.
Um 20. gr.: Ný grein um eftirlit Vegagerðarinnar.
Um ákvæði til bráðabirgða: Heimild sem er í 10. gr. reglugerðarinnar, um undanþágu frá reglum um lengd vagnlestar, þannig að lengdin megi ávallt vera allt að 25,25 metrum, er framlengd í tvö ár eða allt til 15. maí 2007. Efni þessa ákvæðis 10. gr. þykir heppilegra að hafa í ákvæði til bráðabirgða.4. Auk þessa er í drögunum gerð breyting á uppsetningu og orðalagi viðauka og nokkrar minniháttar efnislegar breytingar. Þá fylgja viðaukunum skýringarmyndir af ökutækjum varðandi stærð og þyngd.
Drög að nýrri reglugerð (Word - 52,5KB)
Drög að viðauka (Word - 129KB)
Skýringarmyndir (Word - 1,26MB)
Frestur til að skila inn umsögnum er til 5. júní 2005. Umsagnir sendist Samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu Tryggvagötu, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á [email protected].