Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2009
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúarmánuð liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilegum sveiflum í einstaka liðum. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 16 ma.kr., sem er 9,4 ma.kr. lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 2 ma.kr. lægri en í fyrra og gjöld hækka um 7,7 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 16 ma.kr. en var jákvæður um 24,4 ma.kr. á sama tíma í fyrra.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar 2005-2009
Liðir
|
2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 |
---|---|---|---|---|---|
Innheimtar tekjur |
29.894
|
41.132
|
51. 972
|
56.587
|
55.117
|
Greidd gjöld |
25.338
|
25.508
|
28.339
|
31.597
|
38.916
|
Tekjujöfnuður |
4.556
|
15.624
|
23.633
|
24.990
|
16.201
|
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
-
|
-
|
-
|
-
|
|
Breyting viðskiptahreyfinga |
-1.901
|
-1.698
|
-115
|
420
|
-204
|
Handbært fé frá rekstri |
2.655
|
13.926
|
23.518
|
25.410
|
15.997
|
Fjármunahreyf- ingar |
3.219
|
-1.077
|
-30.342
|
-1.051
|
3
|
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
5.874
|
12.849
|
-6.824
|
24.359
|
16.000
|
Afborganir lána |
-11.135
|
-4.049
|
-60
|
-576
|
-662
|
Innanlands |
-2.142
|
-4.049
|
-60
|
-576
|
-662
|
Erlendis |
-8.994
|
-
|
-
|
-
|
-
|
Greiðslur til LSR og LH |
-
|
-330
|
-330
|
-330
|
0
|
Lánsfjárjöfn- uður, brúttó |
-5.261
|
8.470
|
-7.214
|
23.453
|
15.338
|
Lántökur |
5.563
|
1.532
|
31.861
|
-3.550
|
11.401
|
Innanlands |
-3.431
|
1.532
|
31.861
|
-3.550
|
11.636
|
Erlendis |
8.994
|
-
|
-
|
-
|
-235
|
Breyting á handbæru fé |
302
|
10.002
|
24.647
|
19.903
|
26.739
|
Innheimtar tekjur ríkissjóðs í janúar sl. voru 55 ma.kr. samanborið við 57 ma.kr. á sama tíma árið 2008. Samdrátturinn er því um 2 ma.kr. eða 3,6% að nafnvirði. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 61 ma.kr. í mánuðinum og er frávikið því um 6 ma.kr. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 54 ma.kr. og drógust saman um 1,1% að nafnvirði og um 18,5% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Samdrátturinn að raunvirði milli ára hefur aukist hratt síðustu mánuði og er nú 25,3% þegar horft er á 4 mánaða meðaltal. Þá drógust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs saman miðað við janúar 2008 en þær eru einkum vaxtatekjur og tekjur af sölu á vöru og þjónustu.
Skattar á tekjur og hagnað námu 36 ma.kr. í janúar 2009 sem er um 4 ma.kr. aukning frá sama tíma árið 2008 eða 13,4% aukning að nafnvirði. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga tæplega 9 ma.kr. (aukning um 9,8%), tekjuskattur lögaðila 0,5 ma.kr. (aukning um 64,6%) og fjármagnstekjuskattur tæplega 27 ma.kr. (aukning um 13,8%) en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Stór hluti innheimts fjármagnstekjuskatts janúarmánaðar gengur þó til baka síðar á árinu, upp í álagðan tekjuskatt lögaðila. Innheimta eignarskatta var um 0,4 ma.kr. og dróst saman um 52,6%, þar af drógust stimpilgjöld saman um 60,1% frá fyrra ári.
Innheimta almennra veltuskatta nam 13 ma.kr. í fyrsta mánuði ársins sem er samdráttur upp á 24,9% að nafnvirði frá fyrra ári, og 38,1% raunsamdráttur (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Virðisaukaskattur dróst einnig töluvert saman. Hann skilaði ríkissjóði 9,5 ma.kr. á tímabilinu sem er 23,8% samdráttur að nafnvirði og 37,2% raunsamdráttur frá janúar 2008, sem endurspeglar niðursveifluna í hagkerfinu. Virðisaukaskatturinn sem kemur inn í janúar er af innflutningi í mánuðunum nóvember og desember en 1,7 ma.kr. er vegna sérstakrar greiðslufrestunar sem var heimiluð í nóvember sl. og fól í sér að afborgun nóvembermánaðar var að hluta færð yfir í desember og janúar. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er einna mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 93,7% en nýskráningar bifreiða drógust saman um 88,8% frá janúarmánuði 2008. Aðrir liðir drógust einnig saman að undanskildu vörugjaldi af bensíni sem jókst um 1,6% að nafnvirði og áfengis- og tóbaksgjaldi sem jókst um 5,1% frá fyrra ári. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu tæpum milljarði króna og jukust um 6,5% og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 3 ma.kr. og drógust saman um 5,8% á milli ára.
Greidd gjöld nema 38,9 ma.kr. og hækka um 7,7 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 24,7%. Mestu munar um 4,6 milljarða hækkun bóta almannatrygginga (77,9% aukning). Þar af hækka barnabætur um ríflega 2,3 ma.kr. á milli ára og framlög vegna atvinnuleysistryggina aukast um 1,2 ma.kr. Heilbrigðismál aukast um 1,1 ma.kr. og menntamál og vaxtagreiðslur um 1 ma.kr.
Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 15,3 ma.kr. í janúar, á móti 23,5 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 16 ma.kr. Í janúar seldi ríkissjóður ríkisbréf fyrir um 18,1 ma.kr. ásamt því að greiða ríkisvíxla fyrir um 6,5 ma.kr.
Tekjur ríkissjóðs janúar 2007-2009
í milljónum króna
|
Breyting frá fyrra ári, %
|
|||||
---|---|---|---|---|---|---|
Liðir
|
2007
|
2008
|
2009
|
2007
|
2008
|
2009
|
Skatttekjur og tryggingagjöld |
49.532
|
54.425
|
53.825
|
26,9
|
9,9
|
-1,1
|
Skattar á tekjur og hagnað |
29.976
|
31.702
|
35.944
|
17,8
|
5,8
|
13,4
|
Tekjuskattur einstaklinga |
8.714
|
7.884
|
8.661
|
12,2
|
-9,5
|
9,8
|
Tekjuskattur lögaðila |
1.232
|
333
|
549
|
-70,3
|
-72,9
|
64,6
|
Skattur á fjármagnstekjur |
20.030
|
23.484
|
26.735
|
48,0
|
17,2
|
13,8
|
Eignarskattar |
594
|
831
|
394
|
-26,8
|
40,0
|
-52,6
|
Skattar á vöru og þjónustu |
14.560
|
17.260
|
12.966
|
56,2
|
18,5
|
-24,9
|
Virðisaukaskattur |
10.560
|
12.532
|
9.554
|
96,6
|
18,7
|
-23,8
|
Vörugjöld af ökutækjum |
441
|
864
|
54
|
-39,7
|
95,8
|
-93,7
|
Vörugjöld af bensíni |
814
|
777
|
789
|
-2,5
|
-4,5
|
1,6
|
Skattar á olíu |
516
|
555
|
448
|
14,4
|
7,5
|
-19,3
|
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
865
|
894
|
939
|
4,3
|
3,3
|
5,1
|
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
1.364
|
1.639
|
1.181
|
23,2
|
20,2
|
-27,9
|
Tollar og aðflutningsgjöld |
748
|
854
|
909
|
153,8
|
14,0
|
6,5
|
Aðrir skattar |
56
|
152
|
196
|
-1,3
|
170,0
|
28,8
|
Tryggingagjöld |
3.598
|
3.626
|
3.415
|
15,7
|
0,8
|
-5,8
|
Fjárframlög |
35
|
9
|
10
|
-8,0
|
-75,5
|
14,1
|
Aðrar tekjur |
2.219
|
2.715
|
1.282
|
8,9
|
22,4
|
-52,8
|
Sala eigna |
-
|
39
|
0
|
-
|
-
|
1,0
|
Tekjur alls |
51.786
|
57.188
|
55.117
|
25,9
|
10,4
|
-3,6
|
Gjöld ríkissjóðs janúar 2007-2009
í milljónum króna
|
Breyting frá fyrra ári, %
|
||||
---|---|---|---|---|---|
Liður
|
2007
|
2008
|
2009
|
2008
|
2009
|
Almenn opinber þjónusta |
3.332
|
3.795
|
5.126
|
13,9
|
35,1
|
Þar af vaxtagreiðslur |
639
|
1.080
|
2.113
|
69,1
|
95,6
|
Varnarmál |
5.694
|
5.946
|
10.575
|
4,4
|
77,9
|
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
7.084
|
7.810
|
8.933
|
10,3
|
14,4
|
Efnahags- og atvinnumál |
3.564
|
3.559
|
3.226
|
-0,1
|
-9,4
|
Umhverfisvernd |
4.887
|
6.089
|
7.046
|
24,6
|
15,7
|
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
1.739
|
1.750
|
1.726
|
0,6
|
-1,3
|
Heilbrigðismál |
1.173
|
1.343
|
1.299
|
14,5
|
-3,3
|
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
271
|
212
|
226
|
-21,9
|
6,5
|
Menntamál |
33
|
85
|
84
|
156,8
|
-0,3
|
Almannatryggingar og velferðarmál |
32
|
43
|
14
|
35,2
|
-68,4
|
Óregluleg útgjöld |
530
|
584
|
660
|
10,2
|
13,0
|
Gjöld alls |
28.339
|
31.216
|
38.916
|
10,2
|
24,7
|