Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2018 Heilbrigðisráðuneytið

​„Risastór og langþráður áfangi í uppbyggingu Landspítalans“

Meðferðarkjarninn, torgið austan hans og gamli spítali við enda torgsins.  - myndMynd: SPITAL

Útboð jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut hefur verið auglýst og framkvæmdir munu hefjast í sumar. Meðferðarkjarninn er stærsta bygging framkvæmdarinnar og mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðra sem tengjast starfsemi sjúkrahússins.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir útboðið risastóran og langþráðan áfanga í uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut: „Nú styttist í að draumur verði að veruleika þegar við sjáum verklegar framkvæmdir hefjast við þennan stóra og mikilvæga hluta Hringbrautarverkefnisins. Gangi áætlanir eftir lýkur byggingu spítalans árið 2024.“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir tæplega 75 milljarða króna fjárfestingu í sjúkrahússþjónustu og fer mest til byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Framkvæmdir við byggingu meðferðarkjarnans hefjast á þessu ári en meginþungi framkvæmda verður á árunum 2020-2023.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta