Hoppa yfir valmynd
25. maí 2023

Undirbúningsfasi í fullum gangi

Undirbúningsfasi verkefnisins er í fullum gangi og eins og farið var yfir á fundi með starfsfólki þann 30. mars eru að störfum fjórir hópar sem vinna að skilgreindum verkefnum. Helstu tíðindi af vinnu hópa eru eftirfarandi:

 

  • Upplýsingatækni: Unnið er að greiningu á upplýsingatæknimálum. Tengiliðir stofnana eru langt komnir með að fylla út matsramma til að hægt sé að leggja mat á möguleg samlegðartækifæri. Greiningarskýrsla úr vinnu hópsins verður lykilgagn til frekari stefnumótunar.

  • Mannauðsmál: Unnið er að greiningu á samsetningu starfsfólks núverandi stofnana, kortlagningu mannauðsmála innan stofnana (launasetning, fríðindi stofnansamningar, stefnur auk annarra atriða). Afurð hópsins verður kortlagning starfa, starfsfólks og tillögur til nýrra forstöðumanna.
    Unnið er að því að svara öllum þeim mannauðstengdu spurningum sem hægt er að svara síðustu vikuna í apríl og verða svör send út til allra stofnana. Ef ekki eru til svör við spurningum vegna stöðu greiningarvinnunnar eða tímalínu verkefnisins verður það skilmerkilega tilgreint í svörunum. 

  • Húsnæðismál: Framkvæmdasýsla - ríkiseignir vinnur nú að undirbúningi þessa verkefnis og er gert ráð fyrir að fljótlega verði send út beiðni til stofnana til að afla frekari upplýsinga. 

  • Lagafrumvörp: Undirbúningur að gerð lagafrumvarpa er í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að frumvörp verði tilbúin til samráðs í samráðsgátt undir lok maímánaðar.

 

 

Stofnanir vinna nú að mótun áætlana fyrir samstarfsverkefni sem kynnt hafa verið. Hugmyndin er að bera kennsl á tækifæri til þess að efla faglegt starf í tilteknum viðfangsefnum stofnana með aukinni samvinnu og samstarfi.

Samskiptaáætlun liggur fyrir fram á sumar. Stofnanir hafa verið að kortleggja hagsmunaaðila og gert er ráð fyrir að áform um breytingar á skipulagi stofnana verði borin upp til samráðs í samráðsgátt í maímánuði. Þar fái hagsmunaaðilar stofnana tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

 

Eftirfarandi liggur fyrir í samskiptaáætlun fram í ágústmánuð:

 

Mynd sem inniheldur texti, skj�mynd, skj�r, innandyra
Lýsing sjálfkrafa búin til

Fram hafa komið sjónarmið um að endurskoða framkvæmd spurninga og svara á rafrænum samráðsfundum með starfsfólki stofnana. Farið verður yfir sjónarmið sem fram hafa komið.

Bent hefur verið á að ýmsum stórum spurningum væri ósvarað er varðar mannauðsmál, réttindi og skyldur starfsfólks. Fjölmörgum spurningum er ekki hægt að svara fyrr en seinna í ferlinu en unnið er að frekari upplýsingagjöf. Hafa þarf í huga að verkefnið er í raun enn á undirbúningsstigi. Breytingar á skipulagi stofnana koma ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár og eiginleg vinna við að innleiða þær hefst ekki fyrr en lagafrumvörp liggja fyrir.

Eftirfarandi er tímalína sem verkefnistjórn vinnur eftir í verkefninu:

 

 

Við viljum þakka ykkur fyrir áhuga og stuðning í þessu mikilvæga verkefni. Við munum halda áfram að upplýsa ykkur með reglubundnum hætti um þennan undirbúningsfasa verkefnisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum