Hoppa yfir valmynd
11. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra fundaði með HBO, Netflix og Amazon

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarískra kvikmyndaframleiðenda til að ræða tækifæri fyrir erlend framleiðslufyrirtæki þegar kemur að kvikmyndagerð á Íslandi.

„Við höfum sett okkur markmið að íslensk kvikmyndagerð geti blómstrað og dafnað. Við finnum fyrir miklum áhuga erlendis frá varðandi þau tækifæri sem við höfum upp á að bjóða varðandi upptökur, þróun og framleiðslu, leikara og greinina alla. Við vitum að efnahagslegt umfang greinarinnar fer vaxandi sem eru miklar gleðifréttir. Það er stjórnvalda að skapa henni sterka umgjörð til áframhaldandi verðmætasköpunar,“ segir Lilja.

Ráðherra hefur undanfarið fundað mikið með erlendum kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum, en að þessu sinni ræddi hún meðal annars við fulltrúa HBO, Netflix og Amazon.

Ráðherra ræddi meðal annars um Kvikmyndastefnu og aðgerðir sem skilgreindar eru innan hennar, endurgreiðslukerfi kostnaðar og þróun kerfisins sem og áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála um að efla kvikmyndagerð á Íslandi og framleiðslumöguleika.

Í gær voru drög að nýjum lögum um endurgreiðslu kostnaðar í kvikmyndagerð sett í Samráðsgátt stjórnvalda. Starfshópur hefur verið að störfum við endurskoðun laganna, en verkefni hans er að endurskoða endurgreiðsluhlutfall laganna og skoða útfærslur til hækkunar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið er áfram í vinnslu innan menningar- og viðskiptráðuneytis í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Upphafleg áform ráðuneytisins gerðu ráð fyrir að frumvarp þessa efnis yrði lagt fram á haustþingi 2022. Ákveðið hefur verið að flýta vinnunni og leggja frumvarpið fram nú á vorþingi og var því lagt fram til opins samráðs.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta