Ákvörðun um upptöku tímabundins landamæraeftirlits á innri landamærum Schengen-svæðisins
Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað í gær að tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins færi fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá kl. 18 hinn 1. nóvember 2007 til miðnættis hinn 4. nóvember 2007.
Ákvörðun þessi var tekin í samræmi við heimild í 2. mgr. 2. gr. Schengen-samningsins, í því skyni að tryggja allsherjarreglu og þjóðaröryggi.
Ákvörðunin tók þegar gildi og var sérstaklega tilkynnt aðalskrifstofu ráðherraráðs Evrópusambandsins, samstarfsríkjum innan Schengen-samstarfsins og hlutaðeigandi yfirvöldum innanlands.
Aðildarríki Schengen-samstarfsins grípa til aðgerða af þessu tagi, þegar vísbendingar hafa borist um að án þeirra aukist hætta á að vegið sé að öryggi borgara þeirra.
Tilkynning sem birtist á vef Lögbirtingablaðsins 1. nóvember 2007 (pdf-skjal)