Breytingar á lögum um embætti sérstaks saksóknara taka gildi í dag
Lög um breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara taka gildi í dag, 1. apríl 2009. Með lögunum eru heimildir embættisins til þess að kalla eftir upplýsingum og gögnum gerðar ótvíræðar. Er breytingunum ætlað að efla og styrkja embættið og gera því enn frekar kleift að upplýsa, rannsaka og eftir atvikum gefa út ákærur í málum sem falla undir lög nr. 135/2008 um embætti sérstaks saksóknara.
Sjá lögin hér.