Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2016 Innviðaráðuneytið

Frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða í umsagnarferli

Um er að ræða skipulag hafs og stranda.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Aukning hefur verið í starfsemi á haf og strandsvæðum og vaxandi eftirspurn eftir athafnasvæðum, m.a. vegna fiskeldis og efnistöku. Þetta kallar á þörf á skipulagningu slíkra svæða og að sett verði löggjöf á þessu sviði. Frumvarpið felur í sér nýmæli þar sem ekki er fyrir hendi löggjöf um skipulag á þessum svæðum. Í frumvarpinu er lögð m.a. áhersla á á fjölbreytta nýtingu á haf- og strandsvæðum sem byggist á heildarsýn, vistkerfisnálgun, náttúruvernd og sjálfbærri þróun.

Í frumvarpinu er lagt til að heildarstefna um skipulag verði mótuð í landsskipulagsstefnu þar sem lagður verði grundvöllur að gerð strandsvæðisskipulags á ákveðnum strandsvæðum. Lagt er til að að ráðherra skipi svæðisráð með fulltrúum viðkomandi ráðuneyta, aðliggjandi sveitarfélaga og sambandi íslenskra sveitarfélaga og að svæðisráðið beri ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags á viðkomandi strandsvæði. Skipulagsstofnun er ætlað ákveðið hlutverk við framkvæmd laganna, m.a. að annast gerð strandsvæðisskipulags í umboði svæðisráða.

Að loknu umsagnarferli verður farið yfir innkomnar athugasemdir og m.a. tekið til athugunar hvort rétt sé að kveða á um í frumvarpinu að við gildistöku laganna skuli vinna strandsvæðisskipulag fyrir eitt nánar tiltekið strandsvæði, sem brýnt þyki að skipuleggja. Umsögnum um frumvarpið skal skila í síðasta lagi 9. desember næstkomandi á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða (pdf skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta