Hoppa yfir valmynd
13. desember 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að reglugerð um einnota drykkjarvöruumbúðir í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir.

Um er að ræða endurútgáfu á eldri reglugerð nr. 368/2000 sama efnis. Nýmæli reglugerðarinnar er að gerð er krafa um strikamerkingu skilagjaldsskyldra drykkjarvöruumbúða og umbúðir úr postulíni eða keramík eru óheimilar. Nánari skýringar er að finna í lok meðfylgjandi reglugerðardraga.

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 28. desember nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta