Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 20. janúar 2017.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.

Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem tíunduð eru í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa aðumhverfismálum .

M.a. þurfa samtökin að vera opin fyrir almennri aðild, þau skulu ekki starfa í hagnaðarskyni, hafa að lágmarki 30 félagsmenn, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Loks þarf eigin fjáröflun að standa undir a.m.k. helmingi kostnaðar vegna almennrar starfsemi samtakanna.

Þá er í reglunum tíunduð viðmið sem höfð eru til hliðsjónar við úthlutun styrkjanna.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins .

  • Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjenda auk þess sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli frá
  • Umsækjendur skrá sig inn og velja  umhverfis- og auðlindaráðuneyti undir flipanum Eyðublöð.
  • Úthlutað er einu sinni á ári og eigi síðar en 31. janúar ár hvert.

Umsækjendur sem hlutu rekstrarstyrk fyrir árið 2016 skulu skila yfirliti yfir ráðstöfun styrksins með umsókninni.

Reglur um úthlutun

Nánari upplýsingar veitir Sóley Dögg Grétarsdóttir í síma 545 8600 eða í tölvupósti á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta