Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012. Umsagnarfrestur um drögin er til 7. febrúar og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].

Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 690/2009 frá 30. júlí 2009 um breytingu á reglugerð nr. 216/2008 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu eru uppfærð ákvæði um hvaða umhverfiskröfur framleiðsluvörur, íhlutir og búnaður sem notuð eru skuli uppfylla. Í 1. mgr. 6. gr. rg. 216/2008 segir að framleiðsluvörur, hlutar þeirra og búnaður skuli fullnægja kröfum um umhverfisvernd í 16. viðauka við Chicago-samninginn og er þar miðað við útgáfu hans frá 24. nóvember 2005. Síðan hefur viðauka 16 verið breytt og af þeirri ástæðu er breyting reglugerðarinnar nauðsynleg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta