Drög að breytingu á reglugerð um skilgreiningu héraðsvega til umsagnar
Skilgreiningu héraðsvega var breytt lítillega með breytingu Alþingis á vegalögum nr. 80/2007 í febrúar síðastliðnum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta reglugerð um héraðsvegi. Unnt er að senda innanríkisráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til 24. ágúst næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].
Með lagabreytinguni var felld brott heimild til að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja a.m.k. 30 sumarbústaði við þjóðveg. Til héraðsvega teljast áfram vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis samkvæmt nánari skilgreiningu.