Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarfssamningur um verknám á Austurlandi

Frá undirritun samnings milli HA og HSA
Frá undirritun samnings milli Háskólans á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samningur milli Háskólans á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um samvinnu við verknám nemenda á heilbrigðisvísindasviði HA. Annars vegar er um að ræða klínískt nám í hjúkrunarfræði og hins vegar vettvangsnám í iðjuþjálfun.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra undirritaði samninginn ásamt fulltrúum Háskólans og Heilbrigðisstofnunarinnar á Egilsstöðum. „Það er mikilvægt að tryggja námsstöður á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum með þessum hætti,“ sagði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. „Með því að leiða saman Háskólann á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Austurlands náum við jafnframt að byggja upp og viðhalda þekkingu á landsbyggðinni – en það hefur sýnt sig að meirihluti þeirra sem stunda nám í heilbrigðisvísindum á Akureyri setjast síðan að á landsbyggðinni.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta