Hoppa yfir valmynd
5. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjakostnaður ríkisins lækkar

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um lyfjagreiðslunefnd, en markmið breytingarinnar er að draga úr útgjöldum vegna S-merktra lyfja.

Ráðuneytið mun á næstunni beita sér fyrir frekari lækkun útgjalda vegna S-merktra lyfja Það eru dýr lyf á borð við gigtar- og krabbameinslyf, sem eingöngu eru notuð á sjúkrastofnunum. Í fjárlögum ársins 2010 er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna S-merktra lyfja nemi um 4,9 milljörðum króna.

Reglugerðarbreytingin nær ekki til allra S-merktra lyfja, enda hefur hún ekki áhrif á þá útboðssamninga sem þegar eru í gildi.
 

Reglugerð nr. 380/2010 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta