Ný ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fundar
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað fulltrúa í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára frá og með 1. janúar sl. Ný ráðgjafarnefnd kom saman til fyrsta fundar í gær. Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að gera tillögur til ráðherra um úthlutanir einstakra framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga.
Formaður nefndarinnar er Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fv. oddviti í bæjarstjórn Akureyrar, sem skipaður er án tilnefningar og varaformaður með sama hætti er Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður ráðherra. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefndi sex fulltrúa til setu í nefndinni og jafn marga til vara.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er þannig skipuð:
Aðalfulltrúar:
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fv. oddviti í bæjarstjórn Akureyrar, formaður
- Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar
- Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi
- Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar
- Hrund Pétursdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði
- Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
- Hörður Hilmarsson, skrifstofustjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
Varafulltrúar:
- Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, varaformaður
- Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
- Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ
- Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar
- Gísli Sigurðsson, bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Skagafirði
- Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík