Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tilnefning í Æskulýðsráð

Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar hér með eftir tilnefningum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um fulltrúa í Æskulýðsráð fyrir tímabilið 2017-2018

Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar hér með eftir tilnefningum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um fulltrúa í Æskulýðsráð fyrir tímabilið 2017-2018 sbr. reglugerð nr. 1088/2007 um skipan fulltrúa í Æskulýðsráð. Tilnefna skal konu og karl til setu í Æskulýðsráði til tveggja ára. Í tilnefningunni skal koma fram vilji tilnefndra einstaklinga til að taka að sér setu í Æskulýðsráði. Með tilnefningu skal fylgja yfirlit yfir reynslu og þekkingu tilnefndra á starfi æskulýðsfélaga eða æskulýðssamtaka og yfirlýsing um að viðkomandi uppfylli ákvæði 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.

  • Tilnefningar þurfa að berast  mennta- og menningarmálaráðuneyti Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, bréflega í síðasta lagi miðvikudaginn 23. nóvember 2016.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta