Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2014
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.
Handbært fé frá rekstri var minna nú en á sama tímabili 2013 og var jákvætt um 5,3 ma.kr. samanborið við 6 ma.kr. árið 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 7,7 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 6,1 ma.kr. milli ára.