Hoppa yfir valmynd
30. mars 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Bryndís stýrir undirbúningi Tónlistarmiðstöðvar

Bryndís Jónatansdóttir - myndLjósmyndari: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Bryndís Jónatansdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri undirbúnings og stofnunar nýrrar Tónlistarmiðstöðvar. Stofnun Tónlistarmiðstöðvar verður að veruleika strax á næsta ári, en henni er ætlað er að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og tónlistargeirans.

 

Bryndís hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun en hún var m.a. yfirverkefnastjóri hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Hún hefur góða þekkingu á tónlistariðnaðinum en hún var m.a. annar ritstjóra skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað, sat í starfshópi og síðar ráðgjafahópi um Reykjavík Tónlistarborg og í starfshópi Tónlistarmiðstöðvar auk þess að kenna fag í verkefnastjórnun í tónlist. Þá hefur hún starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum og sem verkefnastjóri fjölbreyttra verkefna og viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun. Bryndís er með BS gráðu í Business Administration and Service Management og MSoSc gráðu í Management of Creative Business Processes, báðar frá Copenhagen Business School.

 

Í nýrri fjármálaáætlun koma fram áherslur Lilju Daggar Alfreðsdóttur,  menningarmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um aukinn stuðning við íslenskt tónlistarfólk. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistar til viðbótar við þau framlög sem renna nú þegar til tónlistar. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta