Hoppa yfir valmynd
5. október 2006 Innviðaráðuneytið

Leitað samninga við Flugfélag Íslands

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja með stuðningi ríkisins. Samið yrði um flug tímabundið meðan undirbúið er útboð til lengri tíma.

Tingeyri0062
Leitað á samninga við Flugfélag Íslands um tímabundið flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Vegna eindreginna óska Eyjamanna, sérstaklega varðandi aukið sætaframboð, er ljóst að Flugfélag Íslands er eini flugrekandinn sem tilbúinn er með flugvélakost sem mætir þessum óskum. Fól samgönguráðherra Vegagerðinni því að hefja samningaviðræður við Flugfélag Íslands til að koma til móts við þessar óskir heimamanna.

Í framhaldi af ákvörðun Landsflugs um að hætta áætlunarflugi á framangreindri leið frá 25. september ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum 26. september að tillögu samgönguráðherra að hafinn yrði undirbúningur að útboði á ríkisstyrktu flugi á flugleiðinni. Til bráðabirgða yrði samið við flugrekstraraðila um tímabundið áætlunarflug með fjárhagslegum stuðningi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta