Streymisfundur kl. 9:30: Kristján Þór kynnir skýrslu um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur skilað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu skýrslu um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana. Skýrslan var unnin að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og er hluti af samningi ráðuneytisins við skólann fyrir árin 2020-2023.
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og einn höfunda skýrslunnar, mun kynna efni skýrslunnar á streymisfundi í dag miðvikudaginn 19. maí kl. 9:30.
Streymið verður aðgengilegt hér: