Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2020

Alþjóðlegur dagur móðurmálsins haldinn hátíðlegur í UNESCO

Ísland tók þátt í hátíðarhöldum vegna alþjóðlega dags móðurmálsins sem haldinn var hátíðlegur í höfuðstöðvum UNESCO í París í lok síðustu viku. Rúmlega 500 gestir voru viðstaddir og 27 ríki tóku þátt í hátíðarhöldunum. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi, flutti ræðu um íslenska tungu og mikilvægi hennar fyrir íslenska menningu og sjálfsmynd, Jón Agnar Egilsson flutti ljóðið Móðurmál eftir Gísla Jónsson og Davíð Samúelsson flutti lögin Ísland farsælda frón og Ó mín flaskan fríða við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá bauð fastanefnd Íslands einnig upp á íslensk matvæli og málshætti með matnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta