Föstudagspósturinn 27. október 2023
Heil og sæl!
Við heilsum ykkur héðan af Rauðarárstígnum á fallegum haustdegi í Reykjavík og færum ykkur yfirlit yfir það helsta í utanríkisþjónustunni í vikunni. Af nógu er að taka eins og svo oft áður.
Vikan hófst á sögulegu kvennaverkfalli sem boðað var til 24. október þegar 48 ár voru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu árið 1975. Konur og kvár lögðu niður störf í einn sólarhring til að varpa ljósi á kerfisbundið launamisrétti og kynbundið ofbeldi og hafði verkfallið áhrif á störf utanríkisþjónustunnar sem og aðra vinnustaði á Íslandi.
Today we repeat the event of the first full day women’s strike since 1975, marking the day when 90% of Icelandic women took the day off from both work and domestic duties, leading to pivotal change including the world’s first female elected president of a country #kvennaverkfall pic.twitter.com/hBnSPSfahG
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 24, 2023
The @UN and the UN Charter are at the core of the multilateral system, created to promote stability and unity among the people of the world. It is in our hands to safeguard the UN Charter, and make the UN fit for today‘s challenges. pic.twitter.com/l5SeyEfVc6
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) October 24, 2023
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fundaði um síðustu helgi með Rob Bauer, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Þróun öryggismála, innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, aukinn fælingar- og varnarviðbúnaður Atlantshafsbandalagsins og viðbúnaður á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum voru helstu umræðuefni fundarins.
A good and productive meeting with Admiral Rob Bauer, Chair of the @NATO Military Committee. We discussed NATO's deterrence and defence posture, Russia's war against Ukraine and security and defence in the North Atlantic. Thanks for your third visit to Iceland Admiral Bauer 🇮🇸 pic.twitter.com/AGG24RwXsN
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 25, 2023
Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur endurtekið mistekist að samþykkja ályktanir um aðgerðir vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Rússland og Kína beittu neitarvaldi gegn ályktun Bandaríkjanna á miðvikudag. Annarri ályktun að frumkvæði Rússlands var einnig hafnað
Í gær hófst neyðarumræða í allsherjarþingi SÞ vegna stríðsátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem enn er í gangi þegar þetta er skrifað og er Ísland á meðal varaforseta umræðunnar.
Ísland var svo með eigin ræðu í öryggisráði SÞ á þriðjudag þar sem Þórður Ægir Óskarsson, varafastafulltrúi gagnvart SÞ, lýsti yfir djúpstæðum áhyggjum Íslands af átökunum milli Ísrael og Palestínu.
Þá flutti Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum erindi á áheitaviðburðinum Invest-In-Women Global Summit á vegum frjálsu félagasamtakanna Women's Peace & Humanitarian Fund.#Iceland is appalled by the recent hostilities in #Israel & #Palestine & deeply concerned over the risk of further escalation.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 25, 2023
There's urgent need to put the peace process back on track, or we run the risk of the violence continuing & conditions deteriorating even further.#UNSC pic.twitter.com/elZX9yytmv
“Finding ways to empower women and girls in Afghanistan is imperative and Iceland’s recent financial contribution to WPHF’s work in Afghanistan is a key component in our response” 🇮🇸PR @jvaltysson announced @wphfund high-level pledging event #InvestInWomen Global Summit 🕊️ pic.twitter.com/OkDqQHtT20
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 26, 2023
Í Finnlandi tók Harald Aspelund sendiherra þátt í vinnuheimsókn Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, til Ríga.
Á kvennafrídaginn bauð Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, félagskonum í Félagi kvenna í atvinnulífinu í Danmörku (FKA-DK) til hátíðarviðburðar í sendiherrabústaðnum þar sem Hvatningarverðlaun FKA-DK voru veitt.
Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa heimsótti svo sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og kynntu þau Árni Þór og Stefanía Kristín Bjarnadóttir, viðskipta-og menningarfulltrúi, fyrir þeim starfsemi sendiráðsins.
Forseti Íslands var heiðursgestur á 100 ára afmælishátíð Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London, fór á dögunum í heimsóknir til hafnarborganna Hull og Grimsby.
Þá hýsti sendiráðið fund hugveitunnar OMFIF þar sem Ásgeir Jónsson var aðalræðumaður. Sturla Sigurjónsson, sendiherra, sat jafnframt fundinn.
Þá klæddist starfsfólk að sjálfsögðu bleiku á bleika daginn.
Helga Hauksdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í Vín heimsótti í síðustu viku fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu SÞ (UN Office on Drugs And Crime, UNODC).
Sendiráðið í Washington fékk heimsókn frá 60 nemendum úr Verzlunarskóla Íslands, en nemendurnir heimsóttu borgina í tengslum við stjórnmálafræðiáfanga sem þau eru í þessa önnina. Starfsfólk sendiráðsins gáfu kynningu um helstu verkefni, áherslur og nýlega hápunkta í starfi. Boðið var upp á hrekkjavökunammi við góðar undirtektir.
A group of Icelandic high school students from Versló visited the embassy today while on a field trip to DC in connection with a course on politics. An overview of 🇮🇸 🇺🇸 relations & the different projects and areas of focus that the embassy works on was presented by team Iceland! pic.twitter.com/WqK6i3DxUZ
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 23, 2023
Davíð Logi sendifulltrúi sótti í Hringborð Norðurslóða á Íslandi í síðustu viku ásamt mörgum Bandaríkjamönnum. Andrew Light, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna ábyrgur fyrir alþjóðamálum var meðal þáttakenda og átti hann einnig tvíhliða fund með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður og góðvinur sendiráðsins sótti einnig ráðstefnuna.
US-Iceland relationship in the field of green energy is good and growing. In #Reykjavik Dr. @AndrwLight met bilaterally on Friday with Minister for the Environment, Energy & Climate @GudlaugurThor in addition to participating in the @_Arctic_Circle Assembly. https://t.co/kfzReQCJed
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 22, 2023
The first meeting between new 🇮🇸Minister for Foreign Affairs @Bjarni_Ben and Senator @lisamurkowski in #Reykjavik yesterday! https://t.co/3eWrdfpkeR
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 21, 2023
Davíð Logi nýtti ferðina til Íslands vel og hitti sendinefnd þingmanna og embættismanna frá Alaska sem voru í stefnumótunarferð á Íslandi á vegum Háskólans í Alaska og Alska Center for Energy.
María Erla Marelsdóttir sendiherra Íslands í Berlín sótti tónleika Víkings Ólafssonar þar sem hann lék lék Goldberg Variationen eftir Bach fyrir fullu húsi í Fílharmóníunni í Berlín stuttu eftir að hafa hlotið OPUS KLASSIK verðlaunin 2023 sem hljóðfæraleikari ársins fyrir flutning sinn á verkinu.In Reykjavík, DCM @DavidLogi was able to join a delegation of local legislators & officials from Alaska utilities who are in Iceland this week on a policy tour organized by @UA_System Fairbanks & the Alaska Center for Energy and Power. #GreenbyIceland #Geothermal. pic.twitter.com/xaDlhGTKSQ
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 24, 2023
Þá heimsótti María Erla svæði íslensku útgefendanna á bókasýningunni í Frankfurt, stærstu kaupstefnu sinnar tegundar í Evrópu og ræddi við fulltrúa útgefenda auk þess að líta við hjá þýskum forlögum sem bjóða upp á nýjar bækur íslenskra höfunda.
Í Brussel fundaði vinnunefnd EFTA um samgöngugerðir og fékk til sín gesti frá framkvæmdastjórn ESB.
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Peking, flutti ávarp við opnun sjávarútvegssýningarinnar í Qingdao. Hann fjallaði um sjálfbæran sjávarútveg og fiskvinnslu og reynslu Íslands.
Pleasure to speak about the experience and practices of #Iceland of #sustainable fisheries and fish processing at the opening of the 2023 China Fisheries & Seafood Expo in Qingdao pic.twitter.com/DKYGVMpq5s
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 26, 2023
Hann skoðaði sýningarbása Marels, Brims og Triton
Always fascinating to visit the stand of the 🇮🇸High-Tech company Marel at seafood exhibitions & see the new innovation they have brought to the market to further maximise the yield from every fish & minimise waste. This time at the 2023 China Fisheries & Seafood Expo in Qingdao pic.twitter.com/YzFsMXdege
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 26, 2023
Á meðan hann var í Qingdao, heimsótti hann skrifstofur Eimskips og Íslensku útflutningmiðstöðvarinnar.Visiting the exhibition stands of #Icelandic 🇮🇸 companies exporting fish and seafood to China 🇨🇳 at the 2023 Fisheries & Seafood Expo in Qingdao pic.twitter.com/GUyvRw2NlZ
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 26, 2023
Visited the Qingdao office of the #Icelandic 🇮🇸 shipping company @Eimskip which provides freight forwarding services on the east coast of China 🇨🇳 pic.twitter.com/M9x0UrKuCu
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 25, 2023
The Qingdao office of the 🇮🇸#Icelandic Export Center imports cold water schrimps for the seafood market in China 🇨🇳. Stopped by for tea and good discussion about the trade. pic.twitter.com/xFPXYAhxhv
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 25, 2023
Þá skoðaði hann einnig hitaveitu Arctic Green Energy sem nýtir varma frá skólpleiðslum.
The Icelandic 🇮🇸 company Arctic Green Energy brought commercial use of geothermal energy for house heating to China. With its Chinese partner, AGE is now also using waste water to heat and cool housing complexes in 🇨🇳 This is one of their stations in Qingdao. pic.twitter.com/NrIap5azod
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 25, 2023
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan, sem jafnframt hefur Indónesíu í umdæmi sínu, afhenti trúnaðarbréf sitt til forsetans Joko Widodo.
An honor and privilege to present my credentials as Ambassador of #Iceland to #Indonesia to H.E. President Joko Widodo today at the majestic Presidential Palace in Jakarta. Looking forward to further strengthening the bonds of friendship and cooperation between our nations. 🇮🇩🇮🇸 pic.twitter.com/CnCEWUTvnN
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) October 23, 2023
Í Malaví fór fram miðannarrýni í kynjajafnréttis og mannréttindamálum.
Í dag tóku fulltrúar Buikwe-héraðs og sendiráðs Íslands í Kampala fyrstu skóflustunguna að athvarfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í héraðinu.
Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðumaður sendiráðsins í Kampala hitti svo Susan Namondo, fulltrúa stofnana Sameinuðu þjóðanna í Úganda.
Good to meet @UNinUganda Resident Coordinator @SusanNamondo. A well co-ordinated UN 🇺🇳 is vital for achieving transformative change at country-level 🇺🇬which is why Iceland 🇮🇸 provides funding to the RC Special Purpose Trust Fund. pic.twitter.com/YyTKwJDBYx
— Hildigunnur (Hilda) Engilbertsdóttir (@HildigunnurE) October 27, 2023
Við minnum að endingu á Heimsljós, upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál.
Góða helgi!