Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2020

Sr. Sigfús Kristjánsson sendiráðsprestur

1. ágúst 2020 tók sr. Sigfús Kristjánsson til starfa sem sendiráðsprestur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn, en hann gengur til liðs við íslenska söfnuðinn í Danmörku. Þar með er staða prests Íslendinga í Danmörku endurvakin og er það mikið gleðiefni fyrir söfnuðinn sem hefur haldið uppi kraftmiklu starfi. Undanfarin ár hefur sr. Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð, þjónað söfnuðinum í Danmörku.

Ásamt hefðbundnum prestverkum og helgihaldi hefur Sigfús þjónustuskyldur við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Hann mun hafa starfsaðstöðu í sendiráðinu og starfa innan borgaraþjónustu þess.

Hér má sjá frétt um ráðninguna á vefsíðu þjóðkirkjunnar:
https://kirkjan.is/frettir/…/2020/05/18/Nyr-sendiradsprestur

Við bjóðum Sigfús hjartanlega velkominn til starfa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta