Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2007 Innviðaráðuneytið

UT-ráðstefnan 2007

Í tilefni UT-dagsins standa forsætis- og fjármálaráðuneytið að ráðstefnu í Salnum, Kópavogi, 8. mars kl. 13.00 til 16.30. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um þjónustuveituna Ísland.is, nýjungar í þjónustu sveitarfélaga, rafræn skilríki og rafræn innkaup en þessir þættir munu skipta sífellt meira máli í þjónustu opinberra aðila á komandi árum. Kynnt verða nokkur af stærstu verkefnum ríkis og sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu og verkefni framtíðarinnar rædd.

Ráðstefna UT-dagsins er öllum opin meðan húsrúm leyfir en ráðstefnugjald er kr. 7.900 kr. Tilkynna þarf skráningu á netfangið [email protected] eða í síma 511 1230 fyrir hádegi 6. mars.

Að lokinni ráðstefnu verður ráðstefnugestum boðið á formlega opnun stórsýningarinnar Tækni og vit 2007 í Fífunni, Kópavogi.

Komdu á ráðstefnu UT-dagsins 2007 og kynntu þér framtíðina í rafrænni stjórnsýslu. Sjáðu hvernig nýta má sjálfsafgreiðslu til hagræðingar fyrir stofnanir, fyrirtæki og almenning. Kynntu þér nýjustu tækifærin á UT deginum 2007.
Nánari upplýsingar á ut.is og taekniogvit.is.

Þegar endanleg dagskrá liggur fyrir verður hún birt á UT-vefnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta