Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skipaður

Plast er m.a. til vandræða í höfum og á ströndum. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum. Samráðsvettvangurinn hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig draga má úr notkun plasts, hvernig bæta megi endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi.

Samráðsvettvangnum er ætlað að taka til skoðunar hvaða rannsóknir og vöktun varðandi plast þurfi að ráðast í, koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hvernig best sé að stuðla að nýsköpun vara sem kæmu í stað plastnotkunar. Taka skal mið af þeim tillögum sem þegar hafa komið fram á þessu sviði og jafnframt forgangsraða þeim tillögum sem settar verða fram í aðgerðaáætluninni.

Samráðsvettvangurinn skal m.a. hafa hliðsjón af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, „Saman gegn sóun“ sem er stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir og áætlun umhverfisráðherra Norðurlandanna frá því í maí 2017 um að draga úr umhverfisáhrifum plasts.

Samráðsvettvangurinn er þannig skipaður:

  • Laufey Helga Guðmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 
  • Guðlaugur G. Sverrisson, tilnefndur af Úrvinnslusjóði,
  • Lúðvík E. Gústarfsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Lárus M. K. Ólafsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Elva Rakel Jónsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun,
  • Hrönn Jörundsdóttir, tilnefnd af Matís ohf.,
  • Þórey S. Þórisdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum,
  • Páll Árnason, tilnefndur af Nýsköpunarmiðstöð Íslands,
  • Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Rannveig Magnúsdóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum,
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tilnefnd sameiginlega af þingflokkum stjórnarflokka,
  • Guðmundur Andri Thorsson, tilnefndur sameiginlega af þingflokkum stjórnarandstöðuflokka.

Áætlað er að samráðsvettvangurinn skili tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir 1. nóvember næstkomandi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta