1. fundur 29. des - dagskrá
1. fundur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins 29. desember 2017
Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017 segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launafólki og samfélaginu raunverulegum ávinningi. Forsætisráðherra hefur haldið fundi með forystumönnum heildarsamtaka á vinnumarkaði nú í desember. Ákveðið hefur verið að halda fund með öllum forystumönnum heildarsamtaka þann 29. desember í því skyni að hefja formlega þetta samtal.
Til fundarins er boðið einum forsvarsmanni ASÍ, SA, BSRB, KÍ og BHM auk Sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og tveimur embættismönnum ráðuneyta.
Dagskrá:
14:00 – 14:30 Innlegg frá ráðherrum og fulltrúa sveitarfélaga
Staða opinberra fjármála, fjármálastefna, efnahagsmál, félagslegur stöðugleiki, samskipti við vinnumarkað
og lykilþættir við breytta umgjörð á vinnumarkaði, svo sem launatölfræði
14:30 – 15:00 Innlegg frá forystumönnum á vinnumarkaði
15:00 – 15:45 Umræður
15.45 – 16:00 Næstu skref