Drög að frumvarpi um bann við losun úrgangs í náttúrunni kynnt í samráðsgátt
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalds drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Með frumvarpinu er kveðið með skýrum hætti á um bann við losun úrgangs í náttúrunni og um leið að um meðferð úrgangs fari samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
Frumvarpinu er ætlað að hafa varnaðaráhrif og koma í veg fyrir að úrgangur sé losaður í náttúrunni með tilheyrandi mengun. Með frumvarpinu er lögð til viðbót við ákvæði laga um náttúruvernd sem kveður á um að almenningi sé heimil för um landið í lögmætum tilgangi en að þeim rétti fylgi skylda til að ganga vel um náttúru landsins.
Guðlaugur Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Sú athöfn að losa úrgang í náttúru Íslands felur í sér alvarlega háttsemi sem varðar sektum og með því að kveða sérstaklega á um bann við losun úrgangs í náttúrunni í lögum um náttúruvernd er alvarleiki slíkrar háttsemi áréttaður.“
Umsögnum skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 26. október næstkomandi.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (losun úrgangs í náttúrunni)