Hoppa yfir valmynd
12. október 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um ástand ökutækja

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið samráð um leiðarvísi (roadmap) um endurskoðun á tilskipun um ástand ökutækja. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 1. nóvember nk.

Tilefni endurskoðunar á tilskipuninni eru örar tækniframfarir og auknar kröfur til ökutækja frá opinberum aðilum. Til að halda í við þá þróun er nauðsynlegt að endurskoða og meta þörf á breytingum á því hvernig ökutæki eru skoðuð. 

Tilgangurinn er þrenns konar. Í fyrsta lagi að auka öryggi í umferðinni, í öðru lagi að gera umferðina meira sjálfbæra og auka notkun snjalltækni og í þriðja lagi að auðvelda og einfalda flutninga á fólki og vörum. Samráðið snýr þar af leiðandi um að tryggja að öryggisíhlutir bifreiða virki vel og þau kerfi sem ökumenn nýta til aðstoðar við akstur. Þá á að gera marktækari losunarathuganir á ökutækjum. Loks á að auðvelda geymslu á gögnum vegna ástandsskoðana bifreiða, og samnýtingu milli landa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta