Hoppa yfir valmynd
12. desember 2014 Utanríkisráðuneytið

Vegna skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings

Vegna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings þar sem fjallað er um yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar yfir grunuðum hryðjuverkamönnum, vill utanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Ráðuneytið hefur farið yfir efni 500 bls. útdráttar úr skýrslunni sem gerður var aðgengilegur fyrr í vikunni. Af þeirri skoðun verður ekki ráðið að fjallað sé um Ísland eða millilendingar hér á landi með fanga. Ráðuneytið hefur í framhaldi af þessu farið fram á við bandarísk stjórnvöld að fá aðgang að sjálfri skýrslunni. Sé það ekki mögulegt, hefur ráðuneytið farið fram á upplýsingar um hvort Ísland komi fyrir í skýrslunni og þá að fá aðgang að þeim upplýsingum.

Í þessu sambandi má minna á að árið 2007 var skipaður sérstakur starfshópur í ráðuneytinu til að skoða staðhæfingar um að loftför sem grunur lék á að hafi verið notuð í meintu fangaflugi um íslenskt svæði. Hópurinn skilaði skýrslu í nóvember 2007 þar sem fram kom að flugvélar sem kunna að hafa tengst meintu fangaflugi hefðu haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á tímabilinu september 2001 til júlí 2007. Í skýrslunni kom fram að utanríkisráðuneytinu var ekki kunnugt um ferðir flugvéla um íslenska lofthelgi með fanga eða meinta hryðjuverkamenn sem hvorki nytu verndar né meðhöndlunar samkvæmt alþjóðasáttmálum.  Ekki hefði verið sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi fyrir slíkar vélar. Ljóst mætti vera að fangaflutningar um íslenska lofthelgi sem ekki samræmdust alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands, væru í óþökk íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöldum væri ekki kunnugt um að það hefði átt sér stað, enda myndu þau aldrei samþykkja slíkt flug.

Skýrsla starfshópsins í nóvember 2007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta