Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2015 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 54/2015 úrskurður 9. júlí 2015

Mál nr. 54/2015                     Millinafn:       Kreml


Hinn 9. júlí 2015 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 54/2014 en erindið barst nefndinni 2. júlí:

Sótt er um millinafnið Kreml.

Öll skilyrði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru neðangreind:

·          Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.

·          Nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annaðhvort eiginnöfn karl eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn.

·          Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

·          Millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Millinafnið Kreml hefur ekki skýra nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Heitið Kreml er ekki íslenskur orðstofn en hefur unnið sér hefð í íslensku. Dæmi eru um það í málinu að minnsta kosti frá 19. öld.

Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Millinafnið Kreml uppfyllir þannig ákvæði 6. og 7. gr. fyrrnefndra laga.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Kreml er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta