Hoppa yfir valmynd
1. júní 2021 Matvælaráðuneytið

Hringferð um Ræktum Ísland! hefst í kvöld

Kristján Þór, Hlédís og Björn kynna Ræktum Ísland! - myndGolli

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til 10 opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Ásamt ráðherra kynna þau Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, umræðuskjalið. Þar er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Ræktum Ísland! var birt á samráðsgátt stjórnvalda. Þær umsagnir sem þar komu fram gefa fyrirheit um að skjalið geti orðið grundvöllur að víðtækri sátt um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í kvöld hefst síðan næsti fasi þessa mikilvæga verkefnis – við munum á næstu 16 dögum halda alls 10 fundi um allt land. Þetta er lykilatriði við mótun landbúnaðarstefnu; náið samráð við fólkið í landinu. Ég hvet alla til að mæta til þessara funda, hlusta eftir þeim hugmyndum sem liggja fyrir og láta í sér heyra varðandi framhaldið enda er tilgangurinn með þessum fundum fyrst og að hlusta eftir viðhorfi fólks, hugmyndum og ábendingum.“

Dagskrá fundanna er eftirfarandi:

1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa
4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf.
7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
8. Selfoss 14. Júní kl. 20:00. Þingborg.
9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
10. Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12.

Hér má nálgast Ræktum Ísland! http://bit.ly/raektumisland
Hér má nálgast hljóðbók með umræðuskjalinu: Hljóðbók


 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta