Eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum – streymi frá kynningu á skýrslu starfshóps
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í október 2022, í samráði við matvælaráðherra, starfshóp sem fékk það hlutverk að leggja til nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum og verða þær kynntar á morgun, þriðjudaginn 17. október kl. 11:30.
Eftirlit á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og matvælalaga hefur verið til skoðunar undanfarin ár, sem hefur leitt í ljós að tilefni er til að endurskoða núverandi kerfi.
Tillögur starfshópsins snúa að nýju fyrirkomulagi við eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Starfshópinn skipuðu:
Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogsbæ, sem er formaður hópsins,
Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur,
Sigríður Gísladóttir, dýralæknir.