Hoppa yfir valmynd
5. september 2008 Innviðaráðuneytið

Fyrsta sprenging í Bolungarvíkurgöngum

Kristján L. Möller samgönguráðherra sprengdi í gær að viðstöddu fjölmenni fyrstu sprengingunan við framkvæmdir Bolungarvíkurganga. Sprengt var rúma tvo metra inní fjallið Bolungarvíkurmegin.

Kristján L. Möller býr sig undir að sprengja
Bolungarvíkurgöng sprengd. Kristján L. Möller býr sig undir að sprengja.

Undirbúningur framkvæmdanna hófst í sumar. Hefur meðal annars verið unnið að forskeringum beggja megin gangamunna og hefst sprengivinna Hnífsdalsmegin í næstu viku. Búast má við að eftir um það bil ár verði sprengivinnu lokið og að sumarið 2010 verði hægt að opna göngin fyrir umferð en verklok eru áætluð 15. júlí.


Göngin verða 8,7 m breið og 5,1 km löng en einnig verða byggðir um 270 m langir steinsteyptir vegskálar, lagður nýr vegur um 3,7 km langrr og tvær brýr byggðar.

ÍAV og Marti Contractors Ltd áttu lægsta tilboðið í Bolungarvíkurgöng um 3,5 milljarða króna en áætlaður verktakakostnaður var tæpir 4 milljarðar króna og var heildarkostnaður áætlaður um 5 milljarðar króna.

Hér má sjá myndband frá ÍAV þar sem sprengingin er sýnd og viðeigandi hávaði fylgir.


   

Bolungarvíkurgöng sprengd
 

            
 
 Fyrsta sprengja í Bolungarvíkurgöngunum.
Þessi mynd úr myndbandi verktakanna sýnir vel blossann í fyrstu sprengingunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta