Hoppa yfir valmynd
18. september 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra kynnir sér heilsuvernd barna og mæðravernd

Siv Friðleifdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heimsótti í morgun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti sér starfsemi Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar mæðraverndar í heimsókn sinni. Hún ræddi við forsvarsmenn miðstöðvanna og Heilsugæslunnar, en miðstöðvarnar heyra undir heilsugæsluna. Mæðravernd er sinnt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, en markmið Miðstöðvar mæðraverndar er að veita barnshafandi konum faglega ummönnun, styrkja þær og fjölskyldur þeirra með fræðslu og stuðningi, stuðla að farsælli meðgöngu og fæðingu ásamt því að vinna að sem bestri aðlögun að nýjum aðstæðum vegna fæðingar barns. Áhersla er lögð á að sinna barnshafandi konum sem taldar eru í áhættumeðgöngu og miðast skipulag þjónustunnar við mismunandi þarfir kvenna. Á Miðstöð heilsuverndar barna er starfrækt ung- og smábarnasvið sem hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd ung- og smábarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landvísu. Hefðbundin ung- og smábarnavernd fer fram á heilsugæslustöðvum.

 

Frekari upplýsingar um þjónustu Heilsugæslunnar:  www.heilsugaeslan.is

 

Heimsókn til Heilsuverndarbarna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðherra, forsvarsmenn Heilsuverndar barna, Heilsugæslunnar og embættismenn

 

Miðstöð mæðraverndar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilbrigðismálaráðherra, forstjóri Heilsugæslunnar og hjúkrunarforstjóri og yfirmaður Miðstöðvar mæðraverndar

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta