Fundað með heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Mánudaginn 25. september síðastliðinn átti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, ásamt Davíð Á. Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra, Ragnheiði Haraldsdóttur, skrifstofustjóra og Helga Ágústssyni, sendiherra, fund með heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Michael Leavitt, í Washington.
Á fundinum var rætt um þau heilbrigðismál sem eru til umræðu á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar(WHO). Einnig var rætt um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála s.s. samstarf á sviði hjartarannsókna, psoriasismeðferð í Bláa Lóninu og málefni er varða erfðarannsóknir.
Á fundinum bauð ráðherra Michael Leavitt í heimsókn til Íslands til frekari viðræðna um samstarf á sviði heilbrigðismála.