Hoppa yfir valmynd
28. september 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Fundað með heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Heilbrigðisráðherrar Íslands og BandaríkjannaMánudaginn 25. september síðastliðinn átti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, ásamt Davíð Á. Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra, Ragnheiði Haraldsdóttur, skrifstofustjóra og Helga Ágústssyni, sendiherra, fund með heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Michael Leavitt, í Washington.

Á fundinum var rætt um þau heilbrigðismál sem eru til umræðu á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar(WHO). Einnig var rætt um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála s.s. samstarf á sviði hjartarannsókna, psoriasismeðferð í Bláa Lóninu og málefni er varða erfðarannsóknir.

Á fundinum bauð ráðherra Michael Leavitt í heimsókn til Íslands til frekari viðræðna um samstarf á sviði heilbrigðismála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta