Áhersla á geðheilbrigðisþjónustu
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, hefur verið ráðinn tímabundið til að sinna geðheilbrigðismálum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ólafur Þór Ævarsson er sérfræðingur í geðlækningum og hefur starfað að lækningum, kennslu og vísindastörfum við háskólasjúkrahús erlendis og hérlendis. Hann lauk doktorsprófi í geðlækningum frá Háskólanum í Gautaborg árið 1998 og hefur starfað að vísindarannsóknum á annan áratug. Ólafur Þór Ævarsson hefur flutt fjölda fyrirlestra bæði hérlendis sem erlendis og birt fræðilegar greinar í erlendum vísindatímaritum, ritað greinar í íslensk tímarit um geðsjúkdóma og útbúið og þýtt kennsluefni og kynningarrit fyrir fagfólk og almenning. Ólafur Þór hefur langa reynslu af skipulagi geðheilbrigðisþjónustu og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum hjá læknasamtökunum og við Landspítala - háskólasjúkrahús. Ólafur Þór Ævarsson starfar sem geðlæknir og ráðgjafi í geðheilbrigðisfræðum við Fræðslu- og meðferðarsetrið Forvarnir ehf.