Hoppa yfir valmynd
19. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breytingar á lögum um starfsmannaleigur

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um starfsmannaleigur. Breytingarnar varða einkum tímafresti varðandi upplýsingar sem starfsmannaleigum sem hyggjast veita þjónustu hér á landi ber að veita Vinnumálastofnun og afgreiðslufrest Vinnumálastofnunar.

Með breytingunum er komið til móts við athugasemdir sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við tiltekin ákvæði laganna. Stofnunin hefur áður gert athugasemdir við samsvarandi ákvæði í lögum nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra og var þeim breytt til að mæta þessum athugasemdum.

Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á lögum um starfsmannaleigur eru að öllu leyti sambærilegar við breytingarnar sem gerðar voru á fyrrnefndum lögum nr. 45/2007.

Erlendum starfsmannaleigum er nú skylt að veita Vinnumálastofnun þær upplýsingar sem lögin kveða á um eigi síðar en sama dag og starfsemi þeirra hefst hér á landi. Vinnumálastofnun fær tveggja daga frest til að fara yfir þau gögn sem henni berast áður en gefin verður út staðfesting um móttöku þeirra.

Heimildir Vinnumálastofnunar til að beita þvingunarúrræðum gagnvart starfsmannaleigum sem virða ekki ákvæði laganna eru auknar þar sem hún fær heimild til að beita fyrirtæki dagsektum hafi það ekki virt fyrirmæli stofnunarinnar um að fara að lögunum innan hæfilegs frests.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta