Hoppa yfir valmynd
10. desember 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stofnun Auðnu-Tæknitorgs styrkir innviði nýsköpunar og samkeppnishæfni á Íslandi

Tækniveitan Auðna – Tæknitorg ehf., sem ætlað er að vera gátt fyrir atvinnulífið inn í vísindasamfélagið og farvegur fyrir uppfinningar og niðurstöður rannsókna út í samfélagið hefur verið formlega sett á laggirnar. Að Auðnu standa allir háskólar landsins og helstu rannsóknastofnanir ásamt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og mennta-og menningarmálaráðuneyti.

Ísland stendur sig almennt vel í alþjóðlegum samanburði þegar horft er til vísindastarfs og birtinga vísindagreina í alþjóðlega virtum tímaritum og alþjóðasamstarfi. Ísland er hins vegar eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að hagnýtingu rannsókna, hugverkavernd og tengslum vísinda við atvinnulífið. Hið öfluga vísindastarf sem fram fer innan háskóla og rannsóknastofnana hefur heldur ekki verið nógu aðgengilegt eða sýnilegt fjárfestum og atvinnulífi hér á landi eða erlendis og mikilvæg tækifæri til verðmæta- og nýsköpunar hafa því forgörðum. Þá hafa bæði innlendar og erlendar úttektir bent á skort á faglegri tækniyfirfærslu sem einn veikasta hlekkinn í nýsköpunarumhverfinu hér á landi en slíkt veikir samkeppnishæfni Íslands og heldur aftur af þróun þekkingarsamfélagsins hér á landi.

Með stofnun Auðnu – Tæknitorgs er brugðist við þessu og mun félagið sinna tækni- og þekkingaryfirfærslu úr vísindasamfélaginu í hendur þeirra sem skapa úr þeim verðmæti fyrir samfélagið: frumkvöðla, fjárfesta og atvinnulífs. Tækniveitur sem þessa er víða að finna við háskóla og rannsóknastofnanir erlendis en Auðna – tæknitorg er einstök að því leyti að hún sinnir heilu landi.

Auðna – Tæknitorg verður til húsa í Sjávarklasanum við Grandagarð 16 og á stofnfundi tækniveitunnar tengdi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra saman vísindin og atvinnulífið með táknrænum hætti en í stað þess að klippa á borða eins og oft tíðkast batt hún saman borða milli fulltrúa vísindastofnana og atvinnulífs.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta