Mikilvægi vísindasamstarfs við Dani
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Nú er lag að heiðra margra alda farsæla samvinnu Dana og Íslendinga á sviði vísinda og fræða sem og efla jafnframt vísindasamstarf vinaþjóðanna tveggja til framtíðar.“
Vinna á að auknu samstarfi á sem flestum fræðasviðum en sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir tengdar náttúru og menningu á norðurslóðum. Meðal samstarfsaðila sem koma að verkefninu eru aricatHáskóli Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Kaupmannahafnarháskóli og fleiri danskar rannsóknarstofnanir og sendiráð landanna.
Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 31. desember 2025, í henni eru:
Auður Hauksdóttir formaður og prófessor emeritus í dönsku við Háskóla Íslands,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður,
Rúnar Leifsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.