Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2024 Innviðaráðuneytið

Þrettán umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins

Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí. 

Umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra eru í stafrófsröð:

  • Anna Eivör Shvarova, skrifstofustjóri 
  • Björg Erlingsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri
  • Guðjón Atlason, verkefnastjóri
  • Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu
  • Harpa Þrastardóttir, eigandi
  • Hildur H Dungal, settur skrifstofustjóri skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála
  • Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar og fjármála
  • Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og settur sýslumaður í Vestmannaeyjum
  • Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri innviða og þróunar
  • Mæva Marlene Urbschat, skógræktandi
  • Róbert Ragnarsson, verkefnastjóri
  • Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur og fv. ráðuneytisstjóri
  • Sigurbergur Björnsson, sendiráðunautur í sendiráðinu í Brüssel

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum